Ritstjórar

Í upphafi árins 2022 eru ritstjórar þau Bragi Þorgrímur Ólafsson Davíð Ólafsson, Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon.

Áður hafa verið í ritstjórahópnum þeir Kári Bjarnason (1997-2000) og Már Jónsson (2001–2021)

 

 

Sigurður Gylfi Magnússon, Már Jónsson og Davíð Ólafsson
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar

Davíð Ólafsson  (2001-) sagnfræðingur og lektor í menningarfræði við Íslensku og menningarfræðideild Háskóla Íslands ritaði M.A.-ritgerð við Háskóla Íslands 1999 sem hann nefndi: „Bækur lífsins. Íslenskar dagbækur og dagbókaskrif fyrr og nú“. Davíð stundaði framhaldsnám við St. Andrews háskólann á Skotlandi og vann þar að framhaldsrannsóknum á dagbókaritun á Íslandi með sérstakri áherslu á handritamanninn Sighvat Grímsson Borgfirðing sem fór fyrir hinum svonefndu „berfættu sagnfræðingum“ á 19. öld. Hann lauk doktorsprófi frá St. Andrews árið 2008. Endurskoðuð útgáfa ritgerðarinnar kemur út hjá Cornel University Press á næstu misserum. Davíð gaf út bókina Burt – og meir en bæjarleið árið 2001 (meðhöfundur). Auk þess hefur Davíð að fjallað um söguspekileg álitamál og birt niðurstöður sínar í ýmsum ritgerðum hér á landi og erlendis. Hann birti meðal annars eftir sig ritgerð í Atviksritröð ReykjavíkurAkademíunnar sem ber heitið Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma (2000). Davíð var einn þeirra fræðimanna sem tóku þátt í mótun einsögunnar og á meðal annars fræðilega grein í bókinni Einsagan – ólíkar leiðir (1998). Bókin Frá degi til dags kemur út í Sýnisbókarflokknum en Davíð er höfundur hennar. Sú bók fjallar um þróun dagbókaskrifa á Íslandi undarnar aldir. Davíð skrifaði bókina Minor Knowledge and Microhistory með Sigurði Gylfa Magnússyni en sú bók kom út árið 2017 hjá hinu þekkta bókaforlagi Routledge.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=76771

Már Jónsson  (2001–2021) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við athuganir á réttarfari og má nefna bækurnar Blóðskömm á Íslandi 1270–1870 (1993) sem jafnframt er doktorsritgerð hans frá Háskóla Íslands, Dulsmál 1600–1900: fjórtán dómar og skrá (2000), Til merkis mitt nafn. Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns Ísafjarðarsýslu 1711–1729 (2002), Jónsbók. Lögbók Íslendinga (2004), Guðs dýrð og sálnanna velferð (2005), Járnsíða og kristinréttur Árna Þorlákssonar(2005), Í nafni heilagrar guðdómsins þrenningar (2006 – meðútgefandi), Eftir skyldu míns embættis (2008),Galdrar og siðferði í Strandasýslu á síðari hluta 17. aldar (2008), Hvítur jökull, snauðir menn (2014), Sterbúsins fémunir framtöldus þessir (2015), Jón Guðmundsson, Spánverjavígin (2015 – ritaði inngang og bjó texta Jóns til prentunar), Fyrirfundnir fémunir í Vestmannaeyjum á fjórða áratug 19. aldar (2017), Þessi sárafátæka sveit(2018). Hann hefur skrifað ævisögu Árna Magnússonar handritasafnara (1998) sem kom út endurskoðuð í Danmörku á ensku árið 2012 undir heitinu Arnas Magnæus Philologus (1663–1730). Már hefur birt fjölda greina um siðferðisbrot, textafræði og íslensk handrit sem birst hafa hér á landi og erlendis.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=76096

Sigurður Gylfi Magnússon  (1997-) prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína í Bandaríkjunum 1993. Hann hefur unnið með persónulegar heimildir á borð við sjálfsævisögur, endurminningarit, skáldævisögur, bréf og dagbækur eins og sjá má í bókum hans Lífshættir í Reykjavík 1930-1940 (1985), The Continuity of Everyday Life: Popular Culture in Iceland 1850-1940 (1993), Menntun, ást og sorg (1997), Bræður af Ströndum (1997), Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins (1998), Molar og mygla (meðhöfundur 2000), Burt – og meir en bæjarleið (meðhöfundur 2001), Snöggir blettir (2004), Fortíðardraumar (2004), Sjálfssögur (2005), Sögustríð (2007), Akademísk helgisiðafræði (2007), Spánar kóngurinn (2009), Wasteland with Words. A Social History of Iceland (London: Reaktion Books, 2010), What is Microhistory. Theory and Practice (London: Routledge, 2013 – meðhöfundur) og loks Minor Knowledge and Microhistory. Manuscript Culture in the Nineteenth Century (London: Routledge, 2017 – meðhöfundur). Auk þess hefur hann ritað fjölda greina sem birst hafa á Íslandi og erlendis um hugmyndafræði einsögunnar. Sigurður Gylfi er forstöðumaður Miðstöðvar einsögurannsókna.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=76414

Höfundatal – Sýnisbókarnúmer eru sett aftan við hvern höfund:

  • Sigurður Gylfi Magnússon (# 1, 2, 5, 9, 11, 15, 17, 19, 24, 28)
  • Már Jónsson (# 6, 8, 10, 12, 13, 18)
  • Davíð Ólafsson (# 5, 27)
  • Sigrún Sigurðardóttir (# 3)
  • Anna Hinriksdóttir (# 14)
  • Erna Sverrisdóttir (# 4)
  • Bragi Þorgrímur Ólafsson (# 7)
  • Vilhelm Vilhelmsson (# 21)
  • Guðný Hallgrímsdóttir (# 16)
  • Hilma Gunnarsdóttir (# 15)
  • Sólveig Ólafsdóttir (# 24, 28)
  • Finnur Jónasson (# 24)
  • Árni H. Kristjánsson (# 17)
  • Skúli Sigurður Ólafsson (# 12)
  • Jón Ólafur Ísberg (# 19)
  • Guðrún Ingólfsdóttir (# 20)
  • Gunnar Örn Hannesson (# 13)
  • Jón Jónsson (# 23)
  • Vigfús Geirdal (# 22)
  • Anna Heiða Baldursdóttir (#28)
  • Marín Árnadóttir (#28)
  • Atli Þór Gunnarsson (#28)
  • Daníel G. Daníelsson (#28)
  • Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (#29)

Af þessum 24 höfundum eru 17 þeirra fyrrum nemendur okkar og svo síðar samstarfsmenn.