Fjármögnun ritraðarinnar hefur alltaf verið þung. Það hefur reynst erfitt að bæði fá styrki í einstaka bækur eða í ritröðina í heild sinni. Landsbankinn studdi okkur í byrjun með ríflegu fjárframlagi til fjögurra ára og koma ritröðinni svo að segja af stað. Ritstjórar hafa keppst við að sækja um styrk vegna einstakra bóka og hefur sú útgerði gengið bæði upp og niður. Nokkrir aðilar hafa þó verið okkur vinveittir og ber þar helst að nefna Sögufélag en það gerði fjögurra ára samning við Sýnisbókarröðina um að styrkja okkur árlega með ákveðnu fjárframlagi. Sá styrkur reyndist okkur ótrúlega mikilvægur á erfiðum tímum í ferli ritraðarinnar. Þá keyptu Eflingarmenn af okkur drjúgan fjölda bóka bæði þegar Dagbók Elku kom út og svo á næstu árum. Sá styrkur var okkur einnig mikilsvirði. Loks má geta þess að ASÍ hefur styrkt okkur myndalega nýlega og væntum við mikils af því sambandi enda erum við að fjalla í nær öllum bókunum um skjólstæðinga verkalýðshreyfingarinnar.
Á líftíma ritraðarinnar hafa sem sagt ýmsir aðilar styrkt útgáfu Sýnisbóka íslenskrar alþýðumenningar. Þeir hafa ýmist komið að útgáfu einstakra bóka eða styrk útgáfuna almennt um ákveðinn tíma eins og áður var nefnt. Fyrir þetta eru við ákaflega þakklátir og vonumst eftir að njóta styrkja frá fleiri aðilum í framtíðinni.
- Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
- Háskóli Íslands
- Miðstöð einsögurannsókna
- Sögufélag
- Sögufélag Ísfirðinga
- Landsbanki Íslands
- Miðstöðu íslenskra bókmennta
- Garðasókn á Álftanesi
- Alþingi
- Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra
- Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, sveitafélagið Húnaþing vestra og Fræðafélag Vestur-Húnavatnssýslu