Hugvísndaþing 2022
Á hugvísindaþingi 2020 verður málstofan “Sjálfsævisaga “fávita”” þar sem fjallað verður um sjálfævisögu Bjargeyjar Kristjánsdóttur, Bíbíar í Berlín sem kemur út í ritröðinni nú á vordögum.
Á næstu árum koma út eftirfarandi bækur í ritröðinni
(Þó ekki í eftirfarandi röð):
1. Jón Jónatansson og Sighvatur Grímsson – Harpa Rún Ásmundsdóttir og Davíð Ólafsson höfundar.
2. Listasaga leikmanns. Íslensk myndlistarsaga 1941–1957 – Aðalsteinn Ingólfsson höfundur.
3. Myndlist í handritum: Hugarheimur alþýðufólks á 18. og 19. öld – Kjartan Atli Ísleifsson, Bragi Þorgrímur Ólafsson og Sigurður Gylfi höfundar.
4. Morðmál 1695–1807: Tólf málarannsókn – Már Jónsson höfundur.
5. Dagbækur Jóns Jónssonar á Ströndum – Jón Jónsson (yngri) á Ströndum höfundur og Eiríkur Valdimarsson
6. Síldarævintýri með fræðilegum inngangi – Þóra Pétursdóttir höfundur.
7. Lækningabók Jóns Bergsted alþýðulæknis úr Húnavatnssýslu. Handrit frá 1828–1838 – Halldóra Kristinsdóttir höfundur og Jón Torfa.
8. Syrpa Árna Halldórs Hannessonar færðimanns – Indriði Svavar Sigurðsson höfundur.
9. Dagbækur Rannveigar H. Líndal og Grænlandsdvöl hennar 1921–1923 – Vilhelm Vilhelmsson höfundur.
10. Brynjólfur frá Minni-Núpi – Kristín Ásta Guðmundsdóttir höfundur.
11. Þórður Þórðarson Grunnvíkingur – Nanna Kristjánsdóttir höfundur.
12. Tímalaus myndlist eftir Loft Sigurðsson (1784–1824) – Katrín Helena Jónsdóttir höfundur.
13. Riffillinn er besti vinur hermannsins – Ólafur Arnar Sveinsson höfundur.