Umfjallanir

Hugmyndin með þessari heimildarútgáfu er að gefa fræðimönnum í sagnfræði, þjóðfræði, bókmenntum, málvísindum og íslenskum fræðum tækifæri til að kynnast þessum heimildum og nýta þær við rannsóknir sínar.

Ritstjórar ritraðarinnar hafa fengið sterk viðbrögð við útgáfunni á Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og hafa þau orðið mikil hvatning fyrir frekari útgáfu af þessu tagi.—-++

Umfjallanir í blöðum og tímaritum um Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar

Um Sýnisbækur almennt:

 

Umfjallanir um hverja bók fyrir sig:

 

28. Anna Heiða Baldursdóttir, Atli Þór Kristinsson, Daníel G. Daníelsson, Marín Árnadóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon
Þættir af sérkennilegu fólki: Menning fátæktar. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 28. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2021. 325 bls.

Síðasta lag fyrir myrkur

Síðdegisútvarpið 6. janúar 2022

Fólkið á jaðri samfélagsins. Fréttablaðið 4. janúar 2022

Tíðarandi gaf skotleyfi á þetta fólk – Mbl.is 2. janúar 2022

Víðsjá 16. desember 2021

Höfundar bókarinnar Þættir af sérkennilegu fólki: Anna Heiða Baldursdóttir, Marín Árnadóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Atli Þór Kristinsson, Daníel G. Daníelsson, og Sólveig Ólafsdóttir

 

 

27.  Davíð Ólafsson
Frá degi til dags: Dagbækur, almanök og veðurdagbækur 1720–1920. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 27. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2021. 325 bls.

Kiljan 17. nóvember 2021

 

 

 

 

26.  Hjörleifur Stefánsson
Hvílíkt torf – tóm steypa! Úr torfhúsum í steypuhús í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 26. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2021. 383 bls. og 73 ljósmyndir og teikningar.

Kiljan 2021

 

 

 

 

25. Ingibjörg Sigurðardóttir


Sjálf í sviðsljósi: Ingibjörg Steinsdóttir leikkona (1903–1965) og sjálfsmyndasafn hennar. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 25. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2020. 288 bls. og 48 myndir.

Hún var nútímakona Mbl. 27. nóvember 2020

Upplestur í Hannesarholti

Sjálfsmyndasafn Ingibjargar

 

 

 

24. Finnur Jónasson, Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon,

Híbýli fátæktar. Húsnæði og veraldleg gæði fátæks fólks á 19. og fram á 20. öld. Sýnibók íslenskrar alþýðumenningar 24 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2019). 254 bls.

 

Mikilvægt að mála lífbaráttuna ekki rósrauða – Víðsjá 25. maí 2019

Heimili fátæks fólks á fyrri tíð

 

 

 

23. Jón Jónsson,

Á mörkum mennskunnar. Viðhorf til förufólks í sögum og samfélagi. Sýnibók íslenskrar alþýðumenningar 23 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2018). 254 bls.

Á mörkum mennskunnar RÚV 2. október 2018

Ritdómur í tímaritinu Sögu árið 2018

 

 

 

 

 

 

22. Grænlandsfarinn.

Dagbækur Vigfúsar Sigurðssonar og þrír leiðangrar hans. Vigfús Geirdal tók saman. Sýnibók íslenskrar alþýðumenningar 22 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2018). 316 bls.

Leiðangrar Vigfúsar Grænlandsfara, Víðsjá 11. febrúar 2018

Ritdómur í tímaritinu Sögu 2018

 

 

 

21. Sakir útkljáðar.

Sáttabók Miðfjarðarsáttaumdæmis 1799–1865. Vilhelm Vilhelmsson tók saman. Sýnibók íslenskrar alþýðumenningar 21 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2018). 218 bls.

 

 

 

 

 

20. Guðrún Ingólfsdóttir,

Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Bókmenning kvenna frá miðöldum til 1730. Sýnibók íslenskrar alþýðumenningar 20 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2017). 352 bls.

 

 

19. Jón Ólafur Ísberg og Sigurður Gylfi Magnússon,

Fátækt og fúlga. Þurfalingarnir 1902. Sýnibók íslenskrar alþýðumenningar 19 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2016). 429 bls.

Fátækt og fúlga.“ Saga LV:2 (2017), bls. 245–248.

 

 

 

 

18. Sterbúsins fémunir framtöldust þessir.

Eftirlátnar eigur 96 Íslendinga sem létust á tímabilinu 1722–1820. Már Jónsson tók saman. Sýnibók íslenskrar alþýðumenningar 18 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2015). 416 bls.

 

 

17 Árni H. Kristjánsson og Sigurður Gylfi Magnússon,

Bóndinn, spendýrin og fleiri undur alheimsins. Alfræðiverk fyrir alþýðu sem Jón Bjarnason frá Þórormstungu í Vatnsdal vann á árunum 1845–1852. Sýnibók íslenskrar alþýðumenningar 17 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2015). 212 bls.

Hrefna Róbertsdóttir, Bóndinn, spendýrin og fleiri undur alheimsins. Alfræðiverk fyrir alþýðu sem Jón Bjarnason frá Þórormstungu í Vatnsdal vann á árunum 1845-1852 [ritdómur].Saga: Tímarit Sögufélags 2015 LIII: IIB

 

 

16. Guðný Hallgrímsdóttir,

Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Sýnisbækur íslenskra alþýðuheimilda 16 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2013). 173 bls.

 

 

 

15. Dagbók Elku.

Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu. Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 15 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2012). 330 bls.

 

 

14. Anna Hinriksdóttir,

Ástin á tímum ömmu og afa: Bréf og dagbækur Bjarna Jónassonar – kennara, sveitarhöfðingja og samvinnumanns í Húnaþingi á öndverðri 20. öld. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 14 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2010). 292 bls.

 

 

 

13. Eftir skyldu míns embættis.

Prestastefnudómar Þórðar biskups Þorlákssonar árin 1675-1697. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 13. Már Jónsson og Gunnar Örn Hannesson tóku saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008). 377 bls.

 

 

 

 

12. Í nafni guðdómsins heilagrar þrenningar.

Prestastefnudómar Jóns biskups Vídalíns árin 1698-1720. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 12. Már Jónsson og Skúli Sigurður Ólafsson tóku saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006). 335 bls.

 

 

 

11. Sigurður Gylfi Magnússon,

Sjálfssögur. Minni, minningar og saga. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 11. Gestaritstjóri Soffía Auður Birgisdóttir (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005). 429 bls.

  • Akademísk helgisiðafræði (2007) – Sigurður Gylfi Magnússon skrifar um bæði Sjálfssögurnar og Fortíðardrauma í þessari bók.

 

 

10. Guðs dýrð og sálnanna velferð.

Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar 1639-1674. Már Jónsson tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 10 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005). 513 bls.

 

 

 

 

 

9. Sigurður Gylfi Magnússon,

Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 9. Gestaritstjóri Guðmundur Hálfdanarson (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004). 427 bls.

 

 

 

 

8. Jónsbók.

Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578. Már Jónsson tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 8 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004). 383 bls.

 

 

 

7. Landsins útvöldu synir.

Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í íslenskum stíl 1846-1904. Bragi Þorgrímur Ólafsson tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 7 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004). 365 bls.

 

 

 

6. Til merkis mitt nafn.

Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns Ísafjarðarsýslu 1711-1729. Már Jónsson tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 6 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003). 410 bls.

 

 

 

 

 

5. Burt – og meir en bæjarleið.

Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 5 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2001). 377 bls.

 

 

4. Orð af eldi. Bréfasamband Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883–1914. Erna Sverrisdóttir tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 4 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2000). 212 bls.

 

 

3. Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur.

Fjölskyldubréf frá 19. öld. Sigrún Sigurðardóttir tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 3 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999). 366 bls.

 

 

 

2. Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins. Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm. Sigurður Gylfi Magnússon tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 2 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998). 423 bls.

 

 

 

1. Bræður af Ströndum.

Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. öld. Sigurður Gylfi Magnússon tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1997). 323 bls.

„Bestu og verstu“

 

 

 

 

Eldri umfjallanir

Sagnfræðingar hafa í síauknum mæli sótt í notkun einkaskjala við rannsóknir sínar (sjá til dæmis ritgerðarsafnið Einsagan – ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (1998)). Sigurður Gylfi hefur í raun allan sinn feril unnið úr þeim heimildasjóði sem er að finna á Íslandi og flokkast með sjálfsbókmenntum.

Bókmenntafræðingar hafa einnig tekið að fjalla um þessar heimildir á sínum vettvangi (sjá til dæmis bók Eiríks Guðmundssonar, Gefðu mér veröldina aftur. Um sjálfsævisöguleg skrif Íslendinga á átjándu og nítjándu öld með hliðsjón af hugmyndum Michels Foucault (1998) og bók Ragnhildar Richter, Lafað í röndinni á mannfélaginu 1997)). Fræðimenn úr fleiri fræðigreinum hug- og félagsvísinda hafa einnig nýtt þessar heimildir með ýmsum hætti.

Það sem kom ef til vill mest á óvart voru þó viðtökur málvísindamanna en þeir tóku útgáfu bókanna opnum örmum. Hafa tveir af fyrrum forstöðumönnum Orðabókar Háskóla Íslands, þau Jón Aðalsteinn Jónsson og Guðrún Kvaran, tekið bækurnar fyrir í mörgum útvarpsþáttum Íslensks máls sem þau stýrðu á sínum tíma. Þar hefur komið fram að þessi útgáfa er hvalreki fyrir málvísindafólk, þar sem rannsóknir á skrifmáli alþýðufólks eru enn ótrúlega skammt á veg komnar. Handritasafnið og þær heimildir sem hún geymir er sannkölluð gullkista fyrir málvísindafólk og útgáfa Sýnisbókanna opnar þeim aðgang að tungutaki og tjáningarmáta fólks af ýmsum stéttum fyrir tíma opinbers skólakerfis og samræmdrar stafsetningar. Þess má geta að vegna þessa áhuga Orðarbókarmanna á textum Sýnisbókanna hefur þeim verið reglulega afhent efni bókanna á tölvutæku formi til þess að auðvelda þeim rannsóknir.

Það er trú okkar sem stöndum að útgáfu ritraðarinnar Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar að textabækur af þessu tagi stuðli að eflingu rannsókna á íslenskri tungu. Úgáfan getur gefið vísindamönnum tækifæri til að rannsaka málþróun á 18. og 19. öld en ekki síður munu þessar bækur geta gefið öllu almennu áhugafólki um íslenska menningu einstakt tækifæri til að kynnast málnotkun fólks á fyrri tíð og bera saman við sína eigin. Möguleikar á slíkum samanburði auka örugglega tilfinningu fólks fyrir íslensku máli og skilning á mikilvægi tungumálsins fyrir íslenska menningu. En til þess að svo megi vera verður texti og málheimur sá sem hann var skapaður í að haldast í hendur.

Ólafur Rastrick

Viðbrögð sem einstakar bækur hafa fengið í tímaritinu Sögu og víðar hafa verið jákvæð og uppbyggjandi. Sem dæmi má nefna að Ólafur Rastrick sagnfræðingur og dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands ritaði áhugaveran ritdóm um bók Sigrúnar Sigurðardóttur, Elskulega móðir mín, en þar hugleiðir Ólafur stöðu texta af þessu tagi og gerir tilraun til að tengja hann hugmyndafræðilegum hræringum á síðari tímum. Þessi umræða vekur upp ótal spurningar í sambandi við samtímann, fortíðina og frumtexta. Ég ætla að grípa hér niður í rökræðu Ólafs sem ber þessum pælingum gott vitni:

„Það er nokkuð athyglisvert að póstmódernísk sjónarmið skulu lögð til grundvallar heildarútgáfu sem þessari. Það sem vakir fyrir ritstjórum með að bera hráar heimildirnar á borð lesandans er að láta honum sjálfum það eftir að skapa sína eigin sögutúlkun. Stafrétt heimildaútgáfa hlýtur þó öðrum þræði að teljast pósitífisk iðja, mörkuð þeirri hugsun að heimildirnar sjálfar séu í reynd hluti sjálfs veruleika fortíðarinnar. Í anda sjálfsrýninna póstmódernista gerir Sigrún í inngangi ráð fyrir fallvaltleika sinnar eigin heimspekilegu nálgunar. Á hinn bóginn er ekki gerður neinn fyrirvari við heimildirnar sjálfar úr vali ritstjóra á textum til birtingar og breyttri stöðu þeirra með útgáfunni. Lögð er áhersla á hin beinu tengsl sem frumheimildirnar hafi við fortíðina, en svo til engin tilraun er gerð til að hafa áhrif á lestur samtímans á þeim. Vissulega gefur Sýnibókin eins milliliðalaus tengsl við daglegt líf fortíðarinnar og nokkur texti getur gert tilkall til. En ef til vill má spyrja hvort hlutverk sagnfræðingsins, ekki síst þess sem orðar sig við póstmódernisma, sé ekki einmitt að vera milliliðurinn sem greinir bæði takmörk og sköpunarmátt orðræðu fortíðar, jafnframt því að gera tilraun til að raska fordómum í orðræðu nútímans.“

Ólafur Rastrick birti þessar hugleiðingar sínar í Morgunblaðinu 22. desember 1999 í grein sem bar yfirskriftina: „Bréfasafn fjölskyldu.“ Hér er á ferð umræða sem ég var að vonast til að hæfist í kringum útgáfuna, hugleiðingar sem tengjast grunnkjarna fags á borð við sagnfræðina.

Ólafur Rastrick hitti hér naglann á höfuðið þegar hann ræddi um almenna kosti útgáfunnar, en þar segir hann meðal annars:

„Hvað sem því líður veita bréfin einkar merka innsýn inn í líf alþýðufólks við lok 19. aldar. Það mikla magn sem varðveitt er að skrifum almennings frá fyrri tíð eru heimildir um fjölbreytta mennningarlega sköpun sem þróun í fræðilegum vinnubrögðum síðustu ára getur gert sér mikinn mat úr. Aukið magn aðgengilegra heimilda af ólíkum toga eru til þess fallnar að víkka áhugasvið þeirra sem fást við fortíðina á einn eða annan hátt og skapa nýjar nálganir. Með útgáfunni hefur verið vakin athygli á fræðilegu notagildi þessara bréfa og ætti það að geta orðið hvati til frekari fræðilegra greininga á menningu íslenskrar alþýðu.“

Helgi Skúli Kjartansson

Hér ræðir Ólafur helstu rök fyrir útgáfu Sýnisbókarinnar á sinn tiltekna hátt. Þessi skrif og önnur höfðu mjög jákvæð áhrif á okkur sem stöndum að ritröðinni og reyndist vera mikil hvatning til áframhaldandi útgáfu í þessum dúr. Um síðir skrifuðu tveir sagnfræðingar um heimildaútgáfur þar sem Sýnisbókin kom við sögu. Það var fyrst Halldór heitinn Bjarnason sem ræddi almennt um heimildaútgáfur á Íslandi í grein sem hann nefndi „Gestir úr fortíðinni – á nýjum fötum. Straumar og stefnur í íslenskri heimildaútgáfu 1995–99.“ Ný Saga 13:1 (2001), bls. 77–86 og svo fjallaði Helgi Skúli Kjartansson sérstaklega um útgáfu Sýnisbókaritraðarinnar í grein sem nefnist: „Kröftugasta útgáfustarf íslenskrar sagnfræði. Ritröðin Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar.“ Saga XLVII:2 (2009), bls. 185–198. Helgi Skúli hóf umfjöllun sína með eftirfarandi hætti: „Sjaldgæft er að fræðilegt útgáfustarf haldi þvílíkum dampi; í íslenskum fræðum má helst bera það saman við Rit Árnastofnunar eða Íslensk fornrit en í sagnfræði hefur engin ritröð verið gefin út af viðlíka krafti síðustu árin, hvað þá heimildaritröð. … Er þetta framtak þeim mun athyglisverðara sem það á sér minni bakhjarl í opinberum stofnunum eða föstum fjárveitingum, en það hefur treyst á verkefnastyrki ásamt áhuga og krafti aðstandenda sinna.“ Helgi Skúli heldur áfram og bendir á að „hin hlédræga útgáfustefna felur í sér að leiðrétta heimildina sem minnst, birta hana helst staf fyrir staf eins og lesandinn hefði frumritið sjálft fyrir sér.“ Helgi Skúli veltir áfram fyrir sér útgáfustefnunni og bera hana saman við aðrar fræðiútgáfur. Hann bendi á að farnar séu nokkuð aðrar leiðir en þær sem eru vanlegasta hjá virðilegum útgáfum: „Þótt verklagsreglur við heimildaútgáfu skipti vissulega máli er hitt þó meginatriði að rétt og nákvæmlega sé lesið. Um það getur aðvífandi lesandi með engu móti dæmt, en í hverju bindi er jafnan tekið fram hver eða hverjir báru texta saman við heimildir auk útgefanda og er traustvekjandi að sjá nákvæmniskröfuna þannig tekna alvarlega.“ Þá dregur Helgi Skúli fram mikilvægt einkenni útgáfunnar í heild sinni þegar hann bendir á eftirfarandi atriði í útgáfu ritraðarinnar:

„Einn þáttur útgáfustefnunnar er sá að grípa ekki fram í fyrir heimildinni með skýringum af neinu tagi heldur er lesandinn sjálfur settur í spor rannsakandans sem skilur eða skilur ekki eftir atvikum, hleypur yfir eða veltir fyrir sér því sem hann áttar sig ekki á við fyrstu sýn. (Þó leyfir Sigrún sér í 3. bindinu að skjóta inn einstaka skýringum neðanmáls og auðvelda lesanda kennsl á persónum með því að fylla skammstafanir nafna eða skjóta inn föðurnöfnum.) Textinn birtist þannig án athugasemda, skýringa eða sýnilegra lagfæringa, og honum fylgja ekki heldur nafnaskrár eða aðrir efnislyklar umfram venjulegt efnisyfirlit. Þetta er vissulega nokkur takmörkun. Það þarf hvorki löng né náin kynni af þessum bókum til að mann langi iðulega að finna aftur athyglisverða staði, bæði til að rifja upp sjálfur og til að sýna öðrum, og þá vantar hjálpartækin til að fletta upp. Þessa vöntun sætti ég mig þó við af því að hún undirstrikar það sem ég fellst á að sé meginatriðið við útgáfu af þessu tagi: að þetta eru ekki textar til að leita í heldur til að lesa í samhengi. Heimildir til að sökkva sér niður í og nálgast þannig einstaklingana bak við orðin, líf þeirra og aðstæður. Það er við slíkan lestur sem þessar heimildir njóta sín best, og við hann opnast líka smám saman margt af því sem lesandinn þyrfti að fá útskýrt ef hann leitaði bara uppi staka heimildarstaði um tiltekin atriði.“

Auðvitað er þetta mikilvægt atriði sem Helgi Skúli bendir þarna á en skýringuna fyrir þessari staðreynd er bæði hugmyndafræðilegs eðlis sem og praktísk. Eins og Helgi nefnir í grein sinni voru við aðstandendur ritraðarinnar uppteknir af því að lofa lesendum að upplifa texta bókanna án okkar íhlutunar, eða með eins litlum afskiptum og kostur væri. Við veljum auðvitað textabrotin og skrifum inngangskafla en að öðru leyti vildum við að textinn sjálfur fengi að njóta sín. Hitt atriðið sem vissulega skipti máli og það var kostnaður við ritröðina. Við höfum þurft að vanda okkur við að halda kostnaði niðri því við höfum borið ábyrgð á fjármögnun hennar og hefur það ekki verði létt verk. Loks má láta þess getið að sumar bækurnar, einkum þær sem Már Jónsson hefur haft veg og vanda af, hafa verið með þær skrár sem Helgi Skúli saknaði í fyrstu verkunum. Stóru embættismanna söfnin sem við gáfum út hafa til dæmis verið með nafnaskrár.

Helgi Skúli líkur svo sinni ítarlegu umfjöllun um Sýnisbækurnar fram til ársins 2009 með þessum orðum: „Í þessum pistli hef ég leitast við að lýsa frekar en meta Sýnisbók ís- lenskrar alþýðumenningar. Lýsingin hlýtur þó að bera með sér að ég met mikils þetta öfluga framtak Sigurðar Gylfa og félaga. Íslenskri sagnfræði er ótvírætt hagsmunamál að þar verði framhald á.“ Óhætt er að segja að þessi vandaða umfjöllun Helga Skúla hafi yljað okkur ritstjórunum um hjartarræturnar og hvatt okkur til dáða. Síðan þá hafa líka bæst við tíu bækur í ritröðina.

Sjá umfjöllun Helga Skúla í fullri lengd hér á tímarit.is.